Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Ítalíu í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta.
Ísland mætir Ítalíu heima 22. nóvember næstkomandi. Liðin mætast síðan aftur ytra þremur dögum síðar.
Ítalía er sem stendur í efsta sæti riðilsins með tvo sigra úr tveimur leikjum en Ísland er í þriðja sæti með einn sigur og eitt tap. Hin lið riðilsins eru Tyrkland og Ungverjaland.
Martin meiddist á dögunum í leik með félagsliði sínu Alba Berlín og verður því ekki með.
Hins vegar eru Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Hlinason og Jón Axel Guðmundsson allir á sínum stað.
Hópurinn í heild sinni:
Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan, 1 leikur
Elvar Már Friðriksson - Maroussi, 70 leikir
Frank Aron Booker – Valur, 4 leikir
Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes, 74 leikir
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan, 16 leikir
Hjálmar Stefánsson – Valur, 22 leikir
Jón Axel Guðmundsson - San Pablo Burgos, 32 leikir
Kári Jónsson – Valur, 32 leikir
Kristinn Pálsson – Valur, 33 leikir
Orri Gunnarsson – Stjarnan, 7 leikir
Sigurður Pétursson – Keflavík, 3 leikir
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll, 33 leikir
Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons, 16 leikir
Tryggvi Hlinason - Bilbao, 65 leikir
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR, 29 leikir
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan, 87 leikir