Curry og Doncic fóru á kostum

Steph Curry og Luka Doncic eigast við í nótt.
Steph Curry og Luka Doncic eigast við í nótt. AFP/Ezra Shaw

Steph Curry átti stórleik fyrir Golden State Warriors og Slóveninn Luka Doncic sömuleiðis fyrir Dallas Mavericks þegar liðin áttust við í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Golden State hafði betur, 120:117, í æsispennandi leik.

Golden State hefur farið vel af stað og unnið níu af fyrstu 11 leikjum sínum. Dallas siglir lygnan sjó þar sem liðið hefur unnið fimm af 11 leikjum.

Curry skoraði 37 stig fyrir Golden State auk þess að taka sex fráköst og gefa níu stoðsendingar.

Doncic var með 31 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Dallas.

Stórleikur Herro dugði ekki til

Tyler Herro fór á kostum í liði Miami Heat sem mátti sætta sig við naumt tap fyrir Detroit Pistons, 121:123.

Herro skoraði 40 stig, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.

Cade Cunningham var stigahæstur hjá Detroit með 21 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar.

Önnur úrslit:

Boston – Atlanta 116:117
Orlando – Charlotte 114:89
Philadelphia – New York 99:111
Milwaukee – Toronto 99:85
Utah – Phoenix 112:120

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert