Fyrrverandi leikmaður Phoenix Suns til Keflavíkur

Ty-Shon Alexander í leik með Phoenix Suns.
Ty-Shon Alexander í leik með Phoenix Suns. AFP/Garrett Elwood

Bandaríski körfuboltamaðurinn Ty-Shon Alexander er genginn til liðs við Keflavík.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Alexander, sem er 26 ára gamall, er 191 sentímetrar á hæð.

Hann var í leikmannahóp Phoenix Suns í NBA-deildinni, tímabilið 2020-21, en Phoenix fór þá alla leið í úrslitaeinvígi deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Milwaukee Bucks. Alls kom hann við sögu í 15 leikjum með liðinu á því tímabili.

Þá hefur hann einnig leikið á Ítalíu og í NBA G-deildinni í Bandaríkjunum, B-deild NBA, þar sem hann varð meistari með Greensboro Swarm, venslaliði Charlotte Hornets.

Keflavík er með sex stig í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu sex umferðirnar, fjórum stigum minna en topplið Tindastóls og Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert