Njarðvíkingurinn drjúgur í Evrópubikarnum

Elvar Már Friðriksson í leik með Maroussi.
Elvar Már Friðriksson í leik með Maroussi. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir gríska liðið Maroussi þegar það hafði betur gegn Spirou Charleroi frá Belgíu, 87:70, í Evrópubikarnum í körfuknattleik í kvöld.

Með sigrinum tryggði Maroussi sér annað sætið í G-riðli og er þar með komið áfram í 16-liða úrslit sem eitt af sex liðum með bestan árangur í öðru sæti.

Njarðvíkingurinn Elvar Már var næststigahæstur í leiknum er hann skoraði 13 stig og gaf auk þess sex stoðsendingar á 26 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert