Keflavík skoraði 117 stig gegn botnliðinu

Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur í kvöld.
Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirliðinn Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur hjá Keflavík þegar liðið vann stórsigur gegn Haukum, 117:85, í 7. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Keflavík í kvöld en Halldór Garðar skoraði 23 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Keflavík fer með sigrinum upp í 6. sæti deildarinnar í 8 stig, líkt og Þór frá Þorlákshöfn og Njarðvík sem eiga leik til góða á Keflavík. Haukar eru sem fyrr í neðsta sætinu án stiga og bíða ennþá eftir sínum fyrsta sigri í deildinni.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var staðan 26:23, Keflavík í vil, að honum loknum. Keflvíkingar skoruðu 31 stig gegn 19 stigum Hauka í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með 15 stigum í hálfleik, 57:42.

Þriðji leikhluta var eign Keflvíkinga sem skoruðu 34 stig gegn 22 stigum Hauka og var Keflavík með 27 stiga forskot að honum loknum, 91:64. Haukar voru aldrei líklegir til þess að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta og Keflavík fagnaði öruggum sigri.

Jarell Reischel, Sigurður Pétursson og Jaka Brodnik skoruðu 16 stig hver fyrir Keflavík en Everage Lee Richardson var stigahæstur hjá Haukum með 18 stig, tvö fráköst og þrjár stoðsendingar.

Keflavík - Haukar 117:85

Blue-höllin, Bónus deild karla, 14. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 5:4, 11:11, 15:17, 26:23, 32:31, 38:35, 47:40, 57:42, 67:48, 75:54, 84:58, 91:64, 98:70, 104:75, 112:81, 117:85.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 23, Jarell Reischel 16/11 fráköst, Sigurður Pétursson 16/7 fráköst, Igor Maric 16/9 fráköst, Jaka Brodnik 16, Hilmar Pétursson 14/5 stoðsendingar, Marek Dolezaj 9, Jakob Máni Magnússon 3, Finnbogi Páll Benónýsson 2, Ismael Herrero Gonzalez 2.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Everage Lee Richardson 18, Tyson Jolly 16/10 fráköst, Seppe D'Espallier 15/7 fráköst, Steeve Ho You Fat 14, Hugi Hallgrimsson 13/5 fráköst, Kristófer Breki Björgvinsson 4, Ágúst Goði Kjartansson 3, Birkir Hrafn Eyþórsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 120

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert