Tindastóll lagði Grindavík - Keflavík vann stórsigur

Alexis Morris skoraði 18 stig fyrir Grindavík.
Alexis Morris skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Ljósmynd/Egill Bjarni

Tindastóll lagði Grindavík, 68:57, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Smáranum í dag.

Tindastóll er í fjórða sæti með sex stig, jafn mörg stig og Grindavík í fimmta sæti.

Grindavík fór betur af stað og var yfir 14:9 eftir fyrsta leikhluta. Tindastóll svaraði fyrir sig með góðum öðrum leikhluta og var staðan 28:26 fyrir Tindastól í leikhléi.

Tindastóll var með mikla yfirburði í þriðja leikhluta og var forskotið 14 stig að honum loknum, 52:38. Grindavík náði að minnka muninn í 11 stig í fjórða leikhluta og var lokaniðurstaðan 68:57 fyrir Tindastól.

Randi Brown var stigahæst allra með 28 stig fyrir Tindastól. Í Grindavík var Alexis Morris stigahæst með 18 stig.

Njarðvík sigraði í Garðabænum

Njarðvík hafði betur gegn Stjörnunni, 89:77, í Garðabænum í dag.

Úrslitin þýða að Njarðvík er í öðru sæti með átta stig. Stjarnan er í níunda sæti með fjögur stig.

Stjarnan byrjaði betur og var yfir, 23:17 að loknum fyrsta leikhluta. Njarðvík var hins vegar með yfirburði í öðrum leikhluta, skorandi 30 stig gegn 13 stigum Stjörnunnar. Staðan í hálfleik, 47:36 fyrir Tindastól.

Njarðvík náði að stækka forskotið í 12 stig í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur, 89:77.

Brittany Dinkins skoraði 29 stig fyrir Njarðvík og var markahæst í leiknum. Í liði Stjörnunnar var Denia Davis-Stewart stigahæst með 24 stig en hún tók einnig 12 fráköst.

Sannfærandi Keflvíkingar

Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Hamar/Þór, 103:75, í Þorlákshöfn í dag.

Keflavík situr í þriðja sæti deildarinnar með átta stig en Hamar/Þór er í sjötta sæti með sex stig. 

Keflavík var með yfirhöndina allan leikinn. Staðan var 55:38 fyrir Keflavík í hálfleik.

Keflavík hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og vann að lokum sannfærandi sigur, 103:75.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert