Aþena hafði betur gegn Val

Barbara Ola Zienieweska, til vinstri, var stigahæst fyrir Aþenu í …
Barbara Ola Zienieweska, til vinstri, var stigahæst fyrir Aþenu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aþena vann annan leik sinn á tímabilinu í dag þegar liðið hafði betur gegn Val, 70:64, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Breiðholti.

Aþena komst upp í áttunda sæti með sigrinum og er með fjögur stig, Valur er með jafn mörg stig í níunda sæti.

Valskonur voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 23:20, en Aþena var yfir í hálfleik, 45:37. Aþena komst í tíu stiga forskot eftir þriðja leikhluta, 59:49, og þær náðu að halda út í fjórða leikhluta og niðurstaðan var 70:64-sigur Aþenu. 

Barbara Ola Zienieweska var stigahæst fyrir Aþenu með 16 stig, Lynn Aniquel Peters skoraði 12 og Hanna Þráinsdóttir skoraði 10 og var með sjö fráköst.

 Alyssa Marie Cerino átti góðan leik og var með 27 stig og sex fráköst og Jiselle Elizabeth Valentine Thomas líka en hún var með 16 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert