Skoraði 109 stig á sólarhring

De'Aaron Fox var frábær um helgina.
De'Aaron Fox var frábær um helgina. AFP/Lachlan Cunningham

De'Aaron Fox fór á kostum með liði sínu Sacramento Kings í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta og skoraði 109 stig í tveimur leikjum um helgina.

Fox skoraði 60 stig, sem er stigamet hjá Sacramento, þegar liðið tapaði gegn Minnesota Timberwol­ves aðfaranótt laugardags en Fox hélt áfram góðu gengi í nótt þegar liðið mætti Utah Jazz.

Í leiknum í nótt skoraði hann 49 stig þegar liðið hafði betur gegn Utah, 121:117.

Skemmtilegt atvik kom upp í leiknum þegar Fox stal boltanum og datt úr skónum í leiðinni en hann komst aftur í skóinn, keyrði upp völlinn og skoraði.

„Í hvert sinn sem ég stal boltanum steig hann á mig og þess vegna datt ég úr skónum. Þetta gerist í öllum skóm sem ég spila í og þetta kemur fyrir.

Að komast í skóinn og komast að körfunni var það fyrsta sem ég hugsaði um,“ sagði Fox um atvikið á blaðamannafundi eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert