De'Aaron Fox fór á kostum með liði sínu Sacramento Kings í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta og skoraði 109 stig í tveimur leikjum um helgina.
Fox skoraði 60 stig, sem er stigamet hjá Sacramento, þegar liðið tapaði gegn Minnesota Timberwolves aðfaranótt laugardags en Fox hélt áfram góðu gengi í nótt þegar liðið mætti Utah Jazz.
Í leiknum í nótt skoraði hann 49 stig þegar liðið hafði betur gegn Utah, 121:117.
Skemmtilegt atvik kom upp í leiknum þegar Fox stal boltanum og datt úr skónum í leiðinni en hann komst aftur í skóinn, keyrði upp völlinn og skoraði.
60 last night
— Barstool Sports (@barstoolsports) November 17, 2024
49 tonight
Just a causal 109 points in 24 hours for De’Aaron Fox
pic.twitter.com/tzAGGL68Yu
„Í hvert sinn sem ég stal boltanum steig hann á mig og þess vegna datt ég úr skónum. Þetta gerist í öllum skóm sem ég spila í og þetta kemur fyrir.
Að komast í skóinn og komast að körfunni var það fyrsta sem ég hugsaði um,“ sagði Fox um atvikið á blaðamannafundi eftir leikinn.
49 points + 1 mid-play shoe stomp... Fox talks us through the unique play 😆 https://t.co/qhef85ho9V pic.twitter.com/YC4bzNK4ra
— NBA (@NBA) November 17, 2024