Borche tekinn við ÍR

Steinar Þór Guðjónsson formaður körfuknattleiksdeildar ÍR og Borche Ilievski.
Steinar Þór Guðjónsson formaður körfuknattleiksdeildar ÍR og Borche Ilievski. Ljósmynd/ÍR

Borche Ilievski hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik og stýrði fyrstu æfingu sinni í Seljaskóla í kvöld.

Borche, sem er fæddur í Norður-Makedóníu og er íslenskur ríkisborgari, var áður þjálfari ÍR frá 2015 til 2021. Hafnaði liðið til að mynda í öðru sæti Íslandsmótsins árið 2019 undir hans stjórn.

Hann kemur frá Fjölni þar sem hann þjálfaði síðast karlaliðið í 1. deild. Fyrsti leikur Borche við stjórnvölinn hjá ÍR verður gegn Íslandsmeisturum Vals þann 29. nóvember.

„Ég er virkilega ánægður að vera kominn aftur til ÍR. Það eru krefjandi leikir fram undan þar sem allir þurfa að leggjast á eitt til að snúa gengi liðsins við. Síðasti leikur á móti Njarðvík var góður og vonandi náum við að byggja á því áfram.

Ég vil hvetja alla til að mæta á næstu leiki því öflugur stuðningur úr stúkunni er ómetanlegur – Áfram ÍR,“ sagði hann í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert