Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur lentu í miklum vandræðum með nýliða Tindastóls en unnu að lokum 90:89 þegar liðin áttust við í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Keflavík í kvöld.
Með sigrinum fór Keflavík upp í annað sæti, þar sem liðið er með tíu stig. Tindastóll er í sjötta sæti með sex stig.
Gestirnir af Sauðárkróki voru við stjórn í fyrri hálfleik og voru með góða forystu, 39:49, að honum loknum.
Í síðari hálfleik sneri Keflavík hins vegar taflinu við og var búin að jafna metin í 64:64 að loknum þriðja leikhluta.
Þá fór í hönd æsispennandi fjórði leikhluti þar sem Keflavík reyndist að lokum ögn sterkara liðið og vann með einu stigi.
Thelma Dís Ágústsdóttir og Jasmine Dickey voru stigahæstar í liði Keflavíkur með 24 stig hvor. Thelma Dís tók auk þess sex fráköst og gaf sex stoðsendingar og Dickey tók 15 fráköst.
Stigahæst í leiknum var Oumoul Coulibaly með 28 stig og sjö fráköst fyrir Tindastól.
Blue-höllin, Bónus deild kvenna, 20. nóvember 2024.
Gangur leiksins:: 5:4, 11:9, 16:16, 21:27, 26:30, 26:35, 35:44, 39:49, 45:49, 53:56, 57:62, 64:64, 72:69, 77:74, 84:77, 90:89.
Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 24/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jasmine Dickey 24/15 fráköst, Katrina Eliza Trankale 16/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 13, Anna Lára Vignisdóttir 9/4 fráköst/6 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 4.
Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.
Tindastóll: Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 28/7 fráköst, Mélissa Diawakana 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Randi Keonsha Brown 21/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 13/5 fráköst, Brynja Líf Júlíusdóttir 2/5 fráköst, Paula Cánovas Rojas 2/5 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Federick Alfred U Capellan.
Áhorfendur: 113