Fjölnir og ÍR víxluðu á þjálfurum

Baldur Már Stefánsson stýrir Fjölni út tímabilið.
Baldur Már Stefánsson stýrir Fjölni út tímabilið. Ljósmynd/Fjölnir

Baldur Már Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í körfuknattleik en hann tekur við liðinu af Borche Ilievski sem lét af störfum á dögunum til þess að taka við ÍR.

Baldur Már hefur verið aðstoðarþjálfari ÍR-inga, undanfarin tvö tímabil, ásamt því að stýra yngri flokkum félagsins.

Þá stýrði hann ÍR-ingum til sigurs í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið heimsótti Njarðvík í 7. umferð deildarinnar en Baldri var falið að stýra liðinu í leiknum eftir að Ísak Máni Wíum lét óvænt af störfum sem þjálfari liðsins.

Fjölni er með 6 stig í 7. sæti 1. deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar, 6 stigum minna en topplið Ármanns og Sindra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert