Öruggt hjá Tyrkjum í riðli Íslands

Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni í Tyrklands og Íslands í …
Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni í Tyrklands og Íslands í febrúar síðastliðnum. Ljósmynd/FIBA

Tyrkland lenti ekki í teljandi vandræðum með Ungverjaland þegar liðin áttust við í 3. umferð B-riðils, riðils Íslands, í undankeppni EM 2025 í körfuknattleik karla í kvöld. Lokatölur urðu 92:66.

Tyrkland hefur þar með unnið af tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og er áfram í öðru sæti á meðan Ungverjaland er á botninum án stiga.

Tyrkir byrjuðu betur, héldu forystunni og bættu jafnt og þétt við hana þegar leið á leikinn.

Sehmus Hazer var stigahæstur í leiknum með 25 stig fyrir Tyrki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert