Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið tólf leikmenn sem mæta Ítalíu í undankeppni EM í Laugardalshöll klukkan 19.30 í kvöld.
Pedersen valdi sextán leikmenn í hópinn fyrir tvo leiki gegn Ítalíu en þjóðirnar mætast aftur 25. nóvember á Ítalíu.
Fjórir þeirra verða utan hóps í kvöld en það eru þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson.
Leikmannahópur Íslands í kvöld:
Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur
Elvar Már Friðriksson – Maroussi – 70 leikir
Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir
Jón Axel Guðmundsson – San Pablo Burgos – 32 leikir
Kári Jónsson – Valur – 32 leikir
Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius Mons – 16 leikir
Tryggvi Snær Hlinason – Bilbao – 65 leikir
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir