Ljóst hverjir spila á Ítalíu

Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað.
Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað. mbl.is/Eyþór

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, hefur tilkynnt hvaða tólf leikmenn koma til með að spila gegn Ítalíu í undankeppni EM 2025 í Reggio Emilia í kvöld.

Liðin mættust einnig á föstudagskvöld, þá í Laugardalshöll, og mátti Ísland sætta sig við 24 stiga tap, 95:71.

Leikmennirnir tólf sem spila leikinn í kvöld eru þeir sömu og léku gegn Ítalíu og eru eftirtaldir:

Bjarni Guðmann Jónsson, Stjörnunni – 2 leikir
Elvar Már Friðriksson, Maroussi – 71 leikir
Haukur Helgi Briem Pálsson, Álftanesi – 75 leikir
Hilmar Smári Henningsson, Stjörnunni – 17 leikir
Jón Axel Guðmundsson, San Pablo Burgos – 33 leikir
Kári Jónsson, Val – 33 leikir
Kristinn Pálsson, Val – 34 leikir
Orri Gunnarsson, Stjörnunni – 8 leikir
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli – 34 leikir
Styrmir Snær Þrastarson, Belfius Mons – 17 leikir
Tryggvi Snær Hlinason, Bilbao – 66 leikir
Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni – 88 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert