Minnti rækilega á sig

Jimmy Butler fór mikinn í nótt.
Jimmy Butler fór mikinn í nótt. AFP/Rich Storry

Jimmy Butler minnti á sig í sigri Miami Heat á Dallas Mavericks, 123:118, í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í Miami-borg nótt. 

Butler skoraði 33 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en þetta var sjöundi sigur Miami í 14 leikjum. 

Kyrie Irving skoraði mest fyrir Dallas eða 27 stig en stjarna liðsins Luka Doncic var fjarverandi. 

Gott gengi Cleveland heldur áfram

Cleveland Cavaliers hefur unnið 17 af fyrstu 18 leikjum sínum í deildinni en liðið hafði betur gegn Toronto Raptors, 122:108, í Cleveland í nótt. 

Jarrett Allen fór mikinn en hann skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir Cleveland. 

Naumur sigur Boston 

Boston Celtics hafði þá naumlega betur gegn Minnesota Timberwolves, 107:105, í Boston. 

Jayson Tatum skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Boston en hjá Minnesota skoraði Anthony Edwards 28 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. 

Önnur úrslit: 

Indiana Pacers - Washington Wizards 115:103
Philadelphia 76ers - Los Angeles Clippers 99:125
Sacramento Kings - Brooklyn Nets 103:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert