Körfuknattleiksmaðurinn Dwayne Lautier-Ogunleye hjá Njarðvík leikur ekki íþróttina næstu vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og ÍR í úrvalsdeildinni.
Samkvæmt heimildum mbl.is handarbrotnaði Englendingurinn í leiknum og þarf á aðgerð að halda. Hann verður því frá keppni í allt að tvo mánuði.
Er um áfall fyrir Njarðvíkinga að ræða, þar sem Lautier-Ogunleye er einn allra besti leikmaður liðsins.
Njarðvík er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir sjö leiki, fjórum stigum á eftir toppliðum Stjörnunnar og Tindastóls.