Bestu sigrar Íslands frá upphafi

Kristinn Pálsson skoraði 22 stig gegn Ítalíu í gærkvöld og …
Kristinn Pálsson skoraði 22 stig gegn Ítalíu í gærkvöld og hafði ástæðu til að fagna vel. Ljósmynd/FIBA

Sigur Íslands á Ítalíu í gærkvöld í undankeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik er annar tveggja bestu sigra íslenska landsliðsins frá upphafi.

Það er mat „Stattnördanna“ sem halda úti skemmtilegri tölfræðisíðu um körfubolta á Facebook.

Samkvæmt þeirra samantekt eru sigrarnir tveir gegn Ítalíu, í Reggio Emilia í gærkvöld og á Ásvöllum árið 2022, efstir á blaði.

Ítalía er í 14. sæti heimslista FIBA í dag og var í 10. sæti þegar Ísland vann sigurinn á Ásvöllum. 

Næstir á eftir koma sigrar á Tékkum sem voru í 19. sæti og Finnum sem voru í 20. sæti en samantekt Stattnördanna má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert