Njarðvík sigraði Val í áttundu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld, 77:67.
Njarðvíkurkonur unnu þar með sinn sjötta sigur á tímabilinu og jöfnuðu topplið Hauka að stigum, með 12 stig.
Valskonur töpuðu hins vegar í sjötta sinn í fyrstu átta leikjunum og sitja eftir á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig.
Fyrri hálfleikur var hnífjafn og staðan að honum lokum var 37:35, Njarðvík í hag. Njarðvíkurkonur náðu undirtökunum betur í síðari hálfleik og komust tólf stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þar með var sigurinn í raun í höfn.
Emilie Sofie Hesseldal, danski fyrirliðinn hjá Njarðvík, átti sannkallaðan stórleik en hún skoraði 16 stig, tók 24 fráköst og átti fimm stoðsendingar og fékk hvorki fleiri né færri en 42 framlagsstig.
Brittany Dinkins skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og Bo Guttormsdóttir-Frost 11.
Jiselle Thomas og Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoruðu 20 stig hvor fyrir Val.
Gangur leiksins: 4:5, 8:11, 13:15, 17:17, 22:30, 26:30, 31:32, 37:35, 44:37, 50:40, 52:42, 56:49, 62:54, 65:55, 72:62, 77:67.
Njarðvík: Brittany Dinkins 27/5 stoðsendingar, Emilie Sofie Hesseldal 16/24 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Bo Guttormsdóttir-Frost 11, Ena Viso 7/8 fráköst/9 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 6, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 5, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.
Valur: Dagbjört Dögg Karlsdóttir 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 20/8 fráköst, Alyssa Marie Cerino 9/7 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 7, Sara Líf Boama 7/9 fráköst/5 stolnir, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 1.
Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jón Þór Eyþórsson, Bjarni Rúnar Lárusson.
Áhorfendur: 220.