Þórskonur frá Akureyri gerðu góða ferð í Garðabæ í kvöld þegar þær sigruðu Stjörnuna í fyrsta leiknum í áttundu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, 94:88.
Þór er þá með átta stig úr jafnmörgum leikjum og lyfti sér upp í fjórða sætið en Stjarnan situr eftir með sex stig í áttunda sætinu.
Esther Fokke skoraði 30 stig fyrir Þór, Amandine Toi 22, Natalia Lalic 17 og Madison Sutton 13 en Madison var með þrefalda tvennu því hún tók líka 13 fráköst og átti 12 stoðsendingar.
Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Ana Clara Pas 23.
Gangur leiksins: 10:4, 15:10, 19:14, 21:23, 25:30, 34:34, 44:47, 49:52, 56:56, 63:59, 67:66, 73:70, 76:78, 80:83, 84:90, 88:94.
Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 28, Ana Clara Paz 23/4 fráköst, Denia Davis- Stewart 19/10 fráköst, Kolbrún María Ármannsdóttir 12/6 fráköst, Fanney María Freysdóttir 4, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2.
Fráköst: 18 í vörn, 7 í sókn.
Þór Ak.: Esther Marjolein Fokke 30/8 fráköst, Amandine Justine Toi 22/4 fráköst, Natalia Lalic 17, Madison Anne Sutton 13/13 fráköst/12 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 7, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 5.
Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.
Áhorfendur: 300