Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlaliðsins í körfuknattleik, var í skýjunum eftir að liðið vann magnaðan sjö stiga sigur á Ítalíu ytra í undankeppni EM 2025 í gærkvöldi.
„Já. Þegar við unnum leikina gegn Belgíu sem tryggðu okkur inn á EM, það var ótrúlega mikilvægt. En þetta er stærsti útisigur okkar í sögunni.
Það leikur ekki nokkur vafi á því,“ sagði Craig í samtali við RÚV, spurður hvort um stærsta sigur hans á þjálfaraferlinum hafi verið að ræða.
„Við spiluðum ekki nógu vel um daginn og mættum ekki til leiks sem aðilinn sem þykir ólíklegri til að vinna. Ég var handviss um að við myndum mæta til leiks og spila betur í dag. Ég var ekki að fullvissa sjálfan mig um sigur.
Ég tel leikmennina hafa tekið vel til sín það sem við ræddum varðandi varnar- og sóknarleik og sýndu það í dag. Við vorum miklu staðfastari í því sem við gerðum og það skilaði sér. Við hittum auðvitað ekki úr hverju skoti en strákarnir þorðu að skjóta.
Það er svolítið erfitt að lýsa þessu. Að vinna þennan leik á Ítalíu og þeir með alla Euroleague-leikmennina sína. Ég held að ég hafi ekki enn náð utan um þetta en þetta er ótrúlegur sigur,“ bætti Craig við.