Haukar ná í landsliðsmann

Maté Dalmay er þjálfari Hauka.
Maté Dalmay er þjálfari Hauka. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Körfuknattleiksmaðurinn Steven Jr. Verplancken er genginn til liðs við Hauka. 

Steven er 24 ára gamall bakvörður sem kemur til Hauka frá Dóminíska lýðveldinu, en hann er landsliðsmaður þjóðarinnar. 

Hann skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann er einnig með belgískt vegabréf. 

Steven fór í Weber State-háskólann í Bandaríkjunum og spilar í fyrsta sinn í Evrópu með Haukum. 

Haukar eru stigalausir á botni úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert