Íslenska liðið í deild þeirra bestu

Íslenska U20 ára landsliðið verður í A-deildinni næsta sumar.
Íslenska U20 ára landsliðið verður í A-deildinni næsta sumar. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska U20 ára kvennalandsliðið í körfubolta mun leika í A-deild Evrópumótsins næsta sumar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu KKÍ en Ísland samþykkti boð FIBA um að færast upp um deild, en eitt þeirra landa sem var í A-deildinni dró sig úr leik. 

Íslenska liðið, sem endaði í fjórða sæti B-deildarinnar síðasta sumar, fær því þátttökurétt. 

Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem yngra kvennalið Íslands leikur í A-deild Evrópumóts. Íslenska U20 ára karlalandsliðið er einnig í A-deildinni og munu því bæði lið leika í deild þeirra bestu næsta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka