Margir af stjörnuleikmönnum NBA-deildarinnar í körfuknattleik létu mikið að sér kveða í leikjum næturinnar, þar á meðal voru bæði Serbinn Nikola Jokic og Frakkinn Victor Wembanyama með þrefalda tvennu fyrir sín lið.
Jokic skoraði 28 stig, tók 14 fráköst og átti 11 stoðsendingar fyrir Denver sem þó tapaði fyrir LA Clippers í nýju höllinni í Los Angeles, 126:122.
James Harden var í miklu stuði fyrir Clippers í þeim leik en hann skoraði 39 stig og átti 11 stoðsendingar. Harden varð þar annar leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 3.000 stig í deildinni en aðeins Stephen Curry hafði áður leikið þann leik.
Vembanyama skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og átti 11 stoðsendingar fyrir San Antonio Spurs sem vann góðan útisigur á Sacramento Kings, 127:125. Þetta var hans fyrsta þrefalda tvenna í vetur. Í þeim leik var Domantas Sabonis með 25 stig og 13 fráköst fyrir Sacramento.
Luka Doncic er kominn aftur á fleygiferð en hann skoraði 36 stig og átti 13 stoðsendingar fyrir Dallas Mavericks sem vann útisigur á Portland Trail Blazers, 137:131.
Sjálfur LeBron James fór fyrir liði LA Lakers sem vann nauman útisigur á Utah Jazz, 105:104. LeBron skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar.
Donovan Mitchell skoraði 35 stig fyrir topplið Cleveland Cavaliers sem vann Boston Celtics, 115:11, í stórleik næturinnar. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston. Mitchell var þar magnaður í fjórða leikhluta þegar hann skoraði 20 stig.
Fred VanVleet skoraði 38 stig fyrir Houston Rockets sem skellti Oklahoma City Thunder, 119:116. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 32 stig fyrir Oklahoma.
Úrslitin í nótt:
Memphis - Indiana 136:121
Brooklyn - Orlando 92:100
Toronto - Miami 119:116
New York - New Orleans 118:85
Cleveland - Boston 115:111
Houston - Oklahoma City 119:116
Utah - LA Lakers 104:105
Sacramento - San Antonio 125:127
Portland - Dallas 131:137
LA Clippers - Denver 126:122
Efstu lið í Austurdeild:
Cleveland 18/3
Boston 16/4
Orlando 15/7
New York 12/8
Milwaukee 10/9
Miami 9/9
Efstu lið í Vesturdeild:
Oklahoma City 15/5
Houston 15/6
Memphis 14/7
Golden State 12/7
Dallas 13/8
LA Lakers 12/8
LA Clippers 13/9