Úr Vesturbænum í Breiðholtið

Dani Koljanin í baráttunni við Valsarann Kára Jónsson.
Dani Koljanin í baráttunni við Valsarann Kára Jónsson. Eggert Jóhannesson

​Körfuboltamaðurinn Dani Koljanin er genginn til liðs við ÍR frá KR.

Króatinn, sem er 28 ára gamall, rifti samningi sínum við KR-inga og skrifaði svo undir samning við ÍR skömmu síðar.

Hann gekk til liðs við KR árið 2021 og hefur leikið með liðinu allar götur síðan. Hann hefur skorað sjö stig og tekið fimm fráköst að meðtali í átta leikjum KR-inga á tímabilinu.

ÍR, sem er nýliði í deildinni líkt og KR; er í ellefta og næstneðsta sætinu með 4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka