Boston Celtics hélt áfram á góðri siglingu í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt á meðan gömlu erkifjendurnir í Los Angeles Lakers fengu skell.
Boston vann öruggan heimasigur á Miami Heat, 108:89, og hefur unnið 17 af 21 leik í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur hjá Boston með 29 stig.
Lakers hefur gengið alveg þokkalega en átti aldrei möguleika gegn Minnesota Timberwolves í Minneapolis og steinlá, 109:89. Rudy Gobert var með 17 stig og 12 fráköst fyrir Minnesota og Anthony Davis var með 12 stig og 11 fráköst fyrir Lakers sem er með 12 sigra í 21 leik.
Slök hittni hjá LeBron James þessa dagana vekur athygli. Hann skoraði ekki þriggja stiga körfu fyrir Lakers í nótt og þar með hafa 19 slík skot geigað hjá honum í röð í síðustu fjórum leikjum liðsins. Auk þess missti stórstjarnan boltann sex sinnum í leiknum.
Úrslitin í nótt:
Boston - Miami 108:89
Atlanta - New Orleans 124:112
Minnesota - LA Lakers 109:80
Chicago - Brooklyn 128:102