Meistararnir of sterkir fyrir Aþenu

Anna Ingunn Svansdóttir skoraði níu stig fyrir Keflavík.
Anna Ingunn Svansdóttir skoraði níu stig fyrir Keflavík. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur unnu öruggan sigur á Aþenu, 74:59, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld.

Keflavík er með 12 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Aþena er í níunda og næstneðsta sæti með sex stig.

Staðan eftir fyrri hálfleik var hnífjöfn, 39:39, en Keflvíkingar reyndust mun sterkari í seinni hálfleik og var sigurinn öruggur að lokum.  

Jasmine Dickey skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflavík. Thelma Dís Ágústsdóttir bætti við 18 stigum og tíu fráköstum.

Ajulu Thatha skoraði 12 stig og tók 15 fráköst fyrir Aþenu. Barbara Ola Zienieweska og Lynn Peters gerðu 11 stig hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert