Nýliðarnir sigruðu toppliðið

Tindastóll vann sterkan sigur á toppliðinu.
Tindastóll vann sterkan sigur á toppliðinu. Eggert Jóhannesson

Nýliðar Tindastóls gerðu sér lítið fyrir og sigruðu topplið Hauka í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld, 90:86.

Tindastóll er nú með tíu stig, eins og Þór frá Akureyri í 4.-5. sæti. Haukar eru enn með 14 stig og tveggja stiga forskot á toppnum.

Leikurinn var mjög kaflaskiptur og skiptust liðin á að eiga góða leikhluta. Tindastóll vann fyrsta leikhluta 26:14 og fjórða leikhluta 32:17. Haukar unnu annan leikhluta 30:17 og þriðja leikhluta 25:15.

Oumoul Coulibaly var stigahæst hjá Tindastóli með 26 stig. Randi Brown gerði 19. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 26 stig fyrir Hauka og tók tíu fráköst. Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 22 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert