Stjarnan vann í kvöld öruggan sigur á Álftanesi, 97:77, á útivelli í Garðabæjarslag í úrvalsdeild karla í körfubolta.
Stjörnumenn eru á toppnum með 16 stig, tveimur meira en Tindastóll sem leikur nú við Keflavík og getur jafnað Stjörnuna að stigum á ný. Álftanes er í sjöunda sæti með átta stig.
Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 23:20 og vann svo annan og þriðja leikhluta með samanlagt 19 stigum og var eftirleikurinn auðveldur í fjórða leikhluta.
Orri Gunnarsson skoraði 21 stig í jöfnu liði Stjörnunnar og Ægir Þór Steinarsson gerði 18 stig. Dimitrios Klonaras skoraði 19 fyrir Álftanes. David Okeke skoraði 13 stig fyrir heimamenn.
Álftanes, Bónus deild karla, 06. desember 2024.
Gangur leiksins:: 0:14, 11:16, 16:18, 20:23, 23:30, 31:40, 35:49, 43:53, 43:61, 50:70, 54:75, 60:82, 62:82, 64:86, 68:87, 77:97.
Álftanes: Dimitrios Klonaras 19/9 fráköst, David Okeke 13/9 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 12/4 fráköst, Andrew Jones 8, Daði Lár Jónsson 5, Viktor Máni Steffensen 4/4 fráköst, Dúi Þór Jónsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/6 stoðsendingar, Arnar Geir Líndal 3, Hjörtur Kristjánsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.
Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.
Stjarnan: Orri Gunnarsson 21/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Shaquille Rombley 14/13 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 14/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 9/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 6, Jase Febres 6/5 fráköst/3 varin skot, Viktor Jónas Lúðvíksson 5/4 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 4.
Fráköst: 34 í vörn, 16 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.