Ármann er kominn áfram í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik eftir 72:68-sigur gegn Aþenu í 16 liða úrslitum í dag. Ármann leikur í 1. deild en Aþena í úrvalsdeildinni.
Ármann byrjaði viðureignina betur og var sex stigum yfir, 20:14, að fyrsta leikhluta loknum. Aþena náði að minnka muninn í öðrum leikhluta og var staðan 35:23 fyrir Ármanni í leikhléi.
Í þriðja leikhluta stækkaði Ármann forskotið í sjö stig, 57:50. Ármenningar héldu út í fjórða leikhluta og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 72:68.
Alarie Mayze var stigahæst í liði Ármanns með 19 stig en hún tók einnig sjö fráköst. Í liði Aþenu var Ajulu Obur Thatha stigahæst með 24 stig.