Cleveland Cavaliers höfðu betur gegn Charlotte Hornets, 116:102, í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í Charlotte í kvöld.
Evan Mobley átti stórleik fyrir Cleveland en hann skoraði 41 stig og tók 10 fráköst í fjórða sigri liðsins í röð. Þeir Dean Wade og Caris LeVert bættu við 19 stigum hvor fyrir gestina.
Evan Mobley had himself a CAREER DAY 🗣️
— NBA (@NBA) December 7, 2024
🔥 41 PTS (career high)
🔥 6 3PM (career high)
🔥 10 REB
🔥 3 BLK
🔥 69.6 FG%@cavs win their 4th straight and are an NBA-best 21-3! pic.twitter.com/gfmInmIQr2
Hjá Charlotte var Brandon Miller stigahæstur með 25 stig.