Íslandsmeistarar Vals slógu Grindavík út í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld með ellefu stiga sigri á heimavelli, 88:77.
Valur er í næstneðsta sæti í úrvalsdeild og aðeins unnið þrjá leiki af níu á tímabilinu en Grindavík er í fjórða sæti með fimm sigra.
Grindavík var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 29:21, en Valur spilaði betur í öðrum leikhluta og unnu hann með fimm stigum en staðan í hálfleik var 44:41 fyrir Grindavík.
Valur átti góðan kafla undir lok þriðjaleikhluta og Valur var yfir, 59:57, þegar honum lauk. Valsarar voru sterkari í fjórða leikhluta og leikurinn endaði 88:77 og Íslandsmeistararnir fara áfram í bikarnum.
Kristinn Pálsson var stigahæstur fyrir Val með 23 stig en þar á eftir var Taiwo Hassan Badmus með 17 stig.
Hjá Grindavík var Deandre Donte Kane stigahæstur með 25 skot og Devon Tomas var með 21 stig.
N1-höllin á Hlíðarenda, VÍS bikar karla, 08. desember 2024.
Gangur leiksins:: 8:9, 13:17, 15:22, 21:29, 29:35, 33:35, 35:42, 41:44, 44:51, 48:57, 57:57, 59:57, 65:61, 73:69, 83:73, 88:77.
Valur: Kristinn Pálsson 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Taiwo Hassan Badmus 17/10 fráköst, Adam Ramstedt 13/9 fráköst, Kári Jónsson 13/7 fráköst, Frank Aron Booker 12/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 7/6 fráköst, Sherif Ali Kenney 3/5 fráköst.
Fráköst: 34 í vörn, 12 í sókn.
Grindavík: Deandre Donte Kane 25/12 fráköst, Devon Tomas 21/7 fráköst/8 stoðsendingar, Daniel Mortensen 14/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Jason Tyler Gigliotti 5/10 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.
Áhorfendur: 128