Þór frá Þorlákshöfn vann góðan sigur á Álftanesi, 89:78, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Þorlákshöfn í kvöld.
Með sigrinum fór Þór upp úr sjöunda sæti og í það þriðja þar sem liðið er með 12 stig. Álftanes er áfram í áttunda sæti með átta stig.
Þórsarar hófu leikinn af krafti og leiddu með tíu stigum, 27:17, að loknum fyrsta leikhluta. Álftanes lagaði stöðuna áður en fyrri hálfleikur var úti og var staðan 43:38 í hálfleik.
Í síðari hálfleik var allt í járnum framan af en þegar líða tók á fjórða leikhluta tókst Þór að sigla fram úr og vann að lokum 11 stiga sigur.
Nikolas Tomsick var stigahæstur í leiknum með 25 stig og sex stoðsendingar fyrir Þór. Jordan Semple bætti við 18 stigum auk þess að taka 15 fráköst, gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot.
Stigahæstur hjá Álftanesi var David Okeke með 22 stig og níu fráköst. Haukur Helgi Briem Pálsson bætti við 19 stigum og fimm fráköstum.
Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 13. desember 2024.
Gangur leiksins:: 7:3, 13:8, 18:15, 27:17, 33:20, 40:28, 42:34, 43:38, 47:45, 49:50, 57:52, 65:62, 71:68, 77:71, 83:76, 89:78.
Þór Þ.: Nikolas Tomsick 25/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jordan Semple 18/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Justas Tamulis 14, Marreon Jackson 12/6 stoðsendingar, Morten Bulow 11/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 3.
Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.
Álftanes: David Okeke 22/9 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 19/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 12, Dimitrios Klonaras 12/11 fráköst, Andrew Jones 9/4 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Dúi Þór Jónsson 2.
Fráköst: 19 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jón Þór Eyþórsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.
Áhorfendur: 250