Tyggvi atkvæðamikill á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Tryggvi Hlinason átti góðan leik í tapi Bilbao fyrir Forca Lleida, 84:66, í efstu deild spænska körfuboltans í Lleida í dag. 

Tryggvi skoraði níu stig, tók 13 fráköst og gaf eina stoðsendingu á 25 mínútum spiluðum. 

Bilbao-liðið er í 16. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir ellefu leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert