Körfuknattleikskonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir hefur samið við Hamar/Þór um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil.
Emma Sóldís er tvítugur bakvörður sem hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir Ísland og fjölda leikja með yngri landsliðunum.
Hún lék fyrst með KR en síðan Fjölni og Haukum og hefur í hálft annað ár verið í Bandaríkjunum og leikið með liði Liberty-háskóla.