Körfuknattleikskonan Bo Guttormsdóttir Frost hefur yfirgefið úrvalsdeildarlið Njarðvíkur og spilar ekki meira með því á þessu keppnistímabili.
Njarðvíkingar skýra frá því að Bo, sem er aðeins 16 ára gömul, sé á leið til náms á Englandi en hún kom til þeirra í október og hefur verið í stóru hlutverki í liðinu.