Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Justin James er genginn til liðs Álftanes en hann á að baki 72 leiki í NBA-deildinni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið.
Justin James er bakvörður sem hefur spilað í Bandaríkjunum og Frakklandi.
Hann var valinn númer 40 af Sacramento Kings í nýliðavalinu árið 2019 og var tvö tímabil hjá félaginu.
Fyrr á tímabilinu gekk Ty-Shon Alexander til liðs við Keflavík en hann á að baki 15 leiki í NBA. Það eru því tvö lið í úrvalsdeildinni komin með leikmenn með reynslu úr sterkustu deild í heimi.