Haukar á toppnum um jólin

Lore Devos skoraði mest fyrir Hauka.
Lore Devos skoraði mest fyrir Hauka. mbl.is/Eyþór

Haukar verða á toppnum í úrvalsdeild kvenna í körfubolta út árið eftir útisigur á Aþenu, 77:64, í Breiðholtinu í kvöld. 

Haukakonur eru með 18 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Njarðvík, en næsta umferð fer fram eftir áramót. Aþena er í áttunda sæti með sex stig. 

Haukar voru yfir í hálfleik með sex stigum. 43:28, og juku forskot sitt í seinni hálfleik. 

Lore Devos fór á kostum í liði Hauka og skoraði 35 stig, tók tíu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Þóra Kristín Jónsdóttir átti einnig mjög góðan leik en hún skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Hjá Aþenu skoraði Dzana Crnac mest eða 21 stig. 

Aþena - Haukar 64:77

Unbroken Höllin (Austurberg), Bónus deild kvenna, 17. desember 2024.

Gangur leiksins:: 5:0, 8:8, 13:12, 16:15, 21:19, 23:24, 27:27, 28:34, 30:38, 30:47, 34:49, 39:53, 45:58, 51:60, 57:67, 64:77.

Aþena: Dzana Crnac 21/5 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 12, Ása Lind Wolfram 11, Hanna Þráinsdóttir 9/5 fráköst, Ajulu Obur Thatha 8/7 fráköst, Lynn Aniquel Peters 3/9 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Lore Devos 35/10 fráköst/6 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 20/10 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 10, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 8/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Aron Rúnarsson, Arnar Þór Þrastarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert