Annar sigur Hauka kom í Breiðholtinu

Everage Richardson, sem heldur á boltanum, skoraði 32 stig í …
Everage Richardson, sem heldur á boltanum, skoraði 32 stig í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar sóttu sterkan sigur í Breiðholtið er Hafnarfjarðarliðið vann ÍR, 96:93, í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. 

Haukar eru í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni á tímabilinu. ÍR er hins vegar í níunda sæti með átta stig. 

Haukaliðið var yfir með þremur stigum í hálfleik, 51:48, og sex stigum í lok þriðja leikhluta, 74:68. 

ÍR-ingar skoruðu meira í fjórða leikhluta en það dugði ekki og unnu Haukar því gífurlega mikilvægan sigur. 

Everage Richardson skoraði 32 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í liði Hauka en hjá ÍR skoraði Matej Kavas mest eða 19 stig. 

ÍR - Haukar 93:96

Skógarsel, Bónus deild karla, 18. desember 2024.

Gangur leiksins:: 7:7, 7:13, 13:19, 20:26, 28:34, 35:39, 44:45, 48:51, 51:56, 54:63, 60:69, 68:74, 71:80, 85:87, 85:91, 93:96.

ÍR: Matej Kavas 19/6 fráköst, Dani Koljanin 17/7 fráköst, Oscar Jorgensen 14, Hákon Örn Hjálmarsson 13/5 stoðsendingar, Jacob Falko 13/10 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst, Zarko Jukic 8/6 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 5 í sókn.

Haukar: Everage Lee Richardson 32, Steven Jr Verplancken 19/6 fráköst, Steeve Ho You Fat 19/7 fráköst, Seppe D'Espallier 13/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hilmir Arnarson 7, Hugi Hallgrimsson 4, Hilmir Hallgrímsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 369

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert