Ho You Fat í tveggja leikja bann

Steeve Ho You Fat stekkur manna hæst.
Steeve Ho You Fat stekkur manna hæst.

Körfuknattleiksmaðurinn Steeve Ho You Fat, leikmaður Hauka, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 

Ho You Fat fær bannið vegna háttsemi sinnar í bikarsigri Hauka á Breiðabliki þann 9. desember síðastliðinn. 

Þá er Jordan Semple, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, á leiðinni í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í sigri Þórs Þorlákshafnar á Álftanesi í deildinni 13. desember síðastliðinn. 

Í gær var greint frá þeim tíðindum að Ho You Fat væri á förum frá Haukum. Hann er þó í liði Hauka sem mætir ÍR-ingum í Breiðholtinu í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert