Milwaukee bikarmeistari NBA

Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt.
Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt. AFP/Ethan Miller

Milwaukee Bucks hafði betur gegn Oklahoma City Thunder, 97:81, í úrslitaleik bikarkeppni NBA í Las Vegas í nótt. Þar var gríska undrið Giannis Antetokounmpo í essinu sínu.

Antetokounmpo var með þrefalda tvennu og stigahæstur í leiknum. Hann skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf tíu stoðsendingar ásamt því að stela boltanum tvisvar og verja þrjú skot.

Damian Lillard bætti við 23 stigum.

Hjá Oklahoma City var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 21 stig og stal tveimur boltum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert