Valskonur unnu síðasta leik ársins í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik með naumindum gegn Grindavík, 69:67, á Hlíðarenda í kvöld.
Eftir leikinn fer Valur upp fyrir Grindavík og í sjöunda sætið með átta stig. Grindavík er í áttunda með sex.
Munurinn var aðeins eitt stig, 39:30, Val í vil í hálfleik og var seinni hálfleikurinn álíka spennandi.
Valskonur voru hins vegar sterkari undir blálok leiks og unnu að lokum tveggja stiga sigur.
Alyssa Marie Cerino fór á kostum hjá Val en hún skoraði 26 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Isabella Ósk Sigurðardóttir átti einnig stórleik fyrir Grindavík en hún skoraði 23 stig, tók 19 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild kvenna, 18. desember 2024.
Gangur leiksins:: 8:5, 16:10, 20:13, 22:18, 29:22, 32:31, 37:33, 39:38, 39:43, 44:48, 49:50, 51:53, 51:57, 55:57, 63:59, 69:67.
Valur: Alyssa Marie Cerino 26/11 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Sara Líf Boama 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/9 fráköst, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Eydís Eva Þórisdóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.
Grindavík: Isabella Ósk Sigurðardóttir 23/19 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 9, Sofie Tryggedsson Preetzmann 8, Þórey Tea Þorleifsdóttir 6, Katarzyna Anna Trzeciak 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 4, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 1.
Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 78