Höttur kom til baka og sigraði Álftanes með naumindum, 92:89, í úrvalsdeild karla í körfubolta á Álftanesi í kvöld.
Hattarmenn jöfnuðu Álftanes að stigum með sigrinum en liðin eru í áttunda og níunda sæti deildarinnar með átta stig.
Þetta var fyrsti leikur Justins James, sem á 72 leiki að baki í bandarísku NBA-deildinni, með Álftanesi en hann gekk í raðir félagsins á dögunum. Hann skoraði 14 stig á 26 mínútum.
Álftanes var miklu betri í fyrsta leikhluta en liðið var yfir með 20 stigum að honum loknum, 28:8.
Fyrir fjórða leikhluta voru Hattarmenn búnir að minnka muninn í sex stig, 73:67.
Höttur var mun betri í síðasta leikhlutanum og vann að lokum mjög svo mikilvægan sigur.
Adam Heede-Andersen skoraði 21 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar í liði Hattar en hjá Álftanesi skoraði Dúi Þór Jónsson 29 stig.
Álftanes, Bónus deild karla, 19. desember 2024.
Gangur leiksins:: 7:2, 16:2, 22:4, 28:8, 35:18, 42:28, 47:35, 54:42, 56:46, 62:48, 68:55, 73:63, 77:73, 79:79, 83:81, 89:92.
Álftanes: Dúi Þór Jónsson 29, Justin James 15/4 fráköst, Dimitrios Klonaras 14/15 fráköst, David Okeke 13/9 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 3.
Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.
Höttur: Adam Heede-Andersen 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Obadiah Nelson Trotter 20, Justin Roberts 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Gedeon Dimoke 13/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 10, Nemanja Knezevic 8/6 fráköst, David Guardia Ramos 2.
Fráköst: 19 í vörn, 7 í sókn.