KR lagði Grindavík í framlengingu

Þorvaldur Orri Árnason skoraði 30 stig fyrir KR í kvöld.
Þorvaldur Orri Árnason skoraði 30 stig fyrir KR í kvöld. mbl.is/Óttar

KR vann sterkan sigur á Grindavík, 120:112, í framlengdum leik í 11. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Meistaravöllum í Vesturbæ í kvöld.

Með sigrinum fór KR upp í sjötta sæti þar sem nýliðarnir eru með tólf stig líkt og Grindavík í þriðja sæti.

Gífurlegt jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn og var staðan 95:95 að loknum fjórða leikhluta.

Í framlengingunni reyndust heimamenn í KR sterkari og höfðu að lokum góðan átta stiga sigur.

Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur hjá KR með 30 stig auk þess sem hann tók átta fráköst. Linards Jaunzems bætti við 25 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum.

Skammt undan var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með með 24 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar. Ekki nóg með það, þá skoraði Vlatko Granic 22 stig og tók sjö fráköst.

Stigahæstur í leiknum var Devon Tomas með 31 stig fyrir Grindavík. Hann tók auk þess fimm fráköst og gaf níu stoðsendingar. Daniel Mortensen bætti við 25 stigum og tíu fráköstum.

Fyrirliðinn Ólafur Ólafsson var þá með 20 stig og 11 fráköst hjá Grindavík.

KR - Grindavík 120:112

Meistaravellir, Bónus deild karla, 19. desember 2024.

Gangur leiksins:: 9:2, 11:12, 16:15, 21:22, 24:24, 29:29, 35:36, 44:46, 51:48, 55:59, 63:62, 67:65, 78:73, 82:78, 88:89, 95:95, 107:100, 120:112.

KR: Þorvaldur Orri Árnason 30/8 fráköst, Linards Jaunzems 25/5 fráköst/6 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 24/11 fráköst/12 stoðsendingar, Vlatko Granic 22/7 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 8, Jason Tyler Gigliotti 8/9 fráköst, Orri Hilmarsson 3.

Fráköst: 37 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Devon Tomas 31/5 fráköst/9 stoðsendingar, Daniel Mortensen 25/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 20/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Valur Orri Valsson 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Jordan Aboudou 7/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 5, Nökkvi Már Nökkvason 2.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aron Rúnarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 483

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert