Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu mikilvægan 109:83-sigur á Göttingen í botnbaráttunni í Þýskalandi í dag.
Martin spilaði fjórtán mínútur í leiknum í dag og skoraði 12 stig fyrir Alba sem er í 14. sæti en fyrir leikinn í dag hafði liðið tapað fimm leikjum í röð.
Göttingen er botnlið deildarinnar, er í sautjánda og neðsta sætinu og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu en þetta var fjórði sigur Alba í fyrstu tíu leikjunum.