Serbinn Nikola Jokic, Jókerinn, var enn eina ferðina með þrefalda tvennu þegar lið hans Denver Nuggets lagði New Orleans Pelicans að velli, 132:129, eftir framlengdan leik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Jókerinn skoraði 27 stig, tók 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Liðsfélagi hans Jamal Murray skoraði einnig 27 stig ásamt því að taka átta fráköst.
CJ McCollum var stigahæstur hjá New Orleans með 24 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar.
Önnur úrslit:
Sacramento – Indiana 95:122
Toronto – Houston 110:114