Stjörnunni hent út úr húsi

Joel Embiid lætur dómarann Jennu Schroeder heyra það.
Joel Embiid lætur dómarann Jennu Schroeder heyra það. AFP/Emilee Chinn

Joel Embiid, helsti leikmaður Phialdelphia 76ers, var hent út úr húsi í sigri liðsins á San Antonio Spurs, 111:106, í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 

Embiid var hent úr húsi þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá fékk hann sína aðra tæknivillu fyrir að rífast við dómarann Jennu Schroeder og var rekinn af velli fyrir vikið.

Þrátt fyrir það tókst Philadelphia að vinna sinn tíunda sigur á tímabilinu en liðið er með 17 töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert