Þreföld tvenna LeBrons

LeBron James sækir að Cade Cunningham en þeir áttu báðir …
LeBron James sækir að Cade Cunningham en þeir áttu báðir góðan leik. AFP/Ronald Martinez

LeBron James skoraði þrefalda tvennu í tapi Los Angeles Lakers fyrir Detroit Pistons, 117:114, í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 

LeBron skoraði 28 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en það dugði ekki til sigurs. 

Hjá Detroit skoraði Cade Cunningham 20 stig, tók fimm fráköst og gaf tíu stoðsendingar. 

Níu af síðustu tíu

Cleveland Cavaliers, sem vann fyrstu 15 leiki sína, hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum í deildinni. 

Liðið vann Utah Jazz, 124:113, í Cleveland í nótt og er liðið með 26 sigra og fjögur töp. 

Evan Mobley var atkvæðamestur í liði Cleveland með 22 stig, tíu fráköst og fjórar stoðsendingar. 

Önnur úrslit:

Philadelphia 76ers - San Antonio Spurs 111:106
Orlando Magic - Boston Celtics 108:104
Charlotte Hornets - Houston Rockets 101:114
New York Knicks - Toronto Raptors 139:125
Miami Heat - Brooklyn Nets 110:95
Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 117:104
Oklahoma City Thunder - Washington Wizards 123:105
Memphis Grizzlies - Los Angeles Clippers 110:114
Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 91:112
Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 132:108
Golden State Warriors - Indiana Pacers 105:111
Denver Nuggets - Phoenix Suns 117:90

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert