Los Angeles Lakers hafði betur í spennandi leik gegn Golden State Warriors, 115:113, í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Stephen Curry var stigahæstur fyrir Golden State með 38 stig og LeBron James skoraði 31 stig fyrir LA Lakers en þetta var í 19. sinn sem James spilar leik á jóladag, og hefur enginn annar spilað fleiri leiki á jóladag í sögu NBA-deildarinnar. Þá var þetta ellefti sigur James í jóladagsleikjunum.
Austin Reaves var hetja LA Lakers en hann skoraði 26 stig, 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Auk þess skoraði hann sigurkörfu leiksins.
AUSTIN REAVES WINS IT FOR THE LAKERS ON #NBAXmas! pic.twitter.com/7SFj98Lmuh
— NBA (@NBA) December 26, 2024
Nikola Jokic og Kevin Durant voru atkvæðamestir fyrir sín lið þegar Phoenix Suns sigraði Denver Nuggets 110:100 í nótt.
Durant skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Phoenix en Jokic skoraði 25 stig, tók 15 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.