Washington Wizards hafði betur gegn Charlotte Hornets, 113:110, eftir spennandi lokamínútur í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Jordan Poole var atkvæðamestur fyrir Washington í nótt með 25 stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar og skoraði sigurkörfu liðsins.
LaMelo Ball var atkvæðamestur fyrir Charlotte með 31 stig, sex stoðsendingar og sex fráköst.
Tyler Herro skoraði sigurkörfu Miami Heat gegn Orlando Magic og Miami vann leikinn 89:88. Herro var atkvæðamestur fyrir Miami með 20 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar en hjá Orlando var Jalen Suggs atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar.
Sacramento Kings hafði betur gegn Detroit Pistons, 114:113, og hetja Detroit var Jaden Ivey en hann skoraði úr þriggja stiga skoti sem jafnaði leikinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og fiskaði víti sem hann skoraði úr.
Úrslitin í nótt:
Indiana - Oklahoma City 114:120
Orlando - Miami 88:89
Washington - Charlotte 113:110
Atlanta - Chicago 141:133
Memphis - Toronto 155:126
Milwaukee - Brooklyn 105:111
New Orleans - Houston 111:128
Portland - Utah 122:120
Sacramento - Detroit 113:114
Oklahoma City er með 24 sigra og fimm töp á toppi Vesturdeildar, Houston er með 21/9, Memphis 21/10 og Dallas 19/11.
Cleveland er með 26/4 á toppi Austurdeildar, Boston er með 22/8, New York 20/10 og Orlando 19/13.